Er búnaðurinn í lagi hjá þér?

Allur búnaður getur bilað. Umhirða búnaðar er mikilvæg. Með réttri umhirðu má koma í veg fyrir slys og að kafari þurfi að sitja af sér köfunina. 

Slöngur 

Allar slöngur geta byrjaða að leka með tímanum.

  • Yfirfara slöngur reglulega og skipta þeim út áður en þær rifna.

Fyrsta vísbending um að skipta þurfi um slöngu er ef litlar loftbólur myndast í kafi á samskeytum slöngu og festingar. 

O hringir

O hringir geta trosnað og gefið sig með tímanum. Þetta getur meðal annars hent í vestis rananum og í galla slöngunni. Þegar O-hringir slitna þá halda þeir ekki loftinu eins og ætlast er til og það byrjar að fríflæða lofti. 

Fríflæði á búnaði, hvað er til ráða?

Ef loft byrjar að fríflæða inn í vestið í köfun missir kafarinn flotjafnvægið.

Kafari sem áttar sig á vandamálinu getur aftengt slönguna úr vestinu.  Notað gallann til þess að flotjafna með.

Hann verður að muna að þegar komið er upp á yfirborð er ekkert loft tengt við vestið.

  • Það þarf því að tengja slönguna aftur við vestið til þess að ná flotjöfnun
  • Eða blása í vestið með munninum

Kafari sem áttar sig ekki á vandamálinu verður meira eða minna vandræðum með flotjafnvægið alla köfunina og þarf að tæma vestið af lofti reglulega. 

Á sama hátt getur fríflætt inn í gallann. Þar er líka hægt að kippa slöngunni úr og nota bara vestið til að flotjafna. Við slíkar aðstæður er best að loka ventlinum á gallanum þar til farið er upp. 

Í báðum tilvikum þar sem fríflæðir er þó best að fara upp á yfirborð og enda köfunina. 

O-hringur rifnar í flotvesti

O-hringur í flotvesti getur rifnað upp á yfirborði með hvelli. Við þetta streymir loftið úr vestinu og kafarinn byrjar að sökkva. Við þessu er lítið annað að gera en að setja upp í sig lungað og nota svo gallann til þess að stjórna því að sökkva ekki djúpt eða losa sig við blý.

O-hringur getur líka rifnað í hvaða slöngu sem er sem fer í fyrsta stigið (þrýstijafnarann – regulatorinn). Þá þarf að skrúfa í snatri fyrir kútinn. Hægt er að skipta um O-hring ef þetta gerist á landi en ef þetta gerist neðansjávar þá þarf að reiða sig á varalunga félagans og koma sér upp á yfirborð.

Þegar komið er upp á yfirborð þarf að skola lungun, bæði fyrsta stig og annað stig vel úr köldu vatni og láta þjónusta þau í framhaldinu. Við viljum ekki að saltkristallar myndist inni í fyrsta stiginu eða að sjór hafi lekið inn í slöngur. 

Gangið vel um búnaðinn þannig verður köfunin ánægjulegri og endingin meiri. 

Allir þeir sem starfa við Marbendil köfunarskóla geta leiðbeint þér með umhirðu á búnaði. 

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad