- This event has passed.
Rescue námskeið
29/09/2018kl. 09:00 - 30/09/2018kl. 18:00
Kr. 79.900Rescue námskeið gerir þig að betri kafara
Rescue námskeið í köfun er bæði skemmtilegt og krefjandi. Best er að skrá sig með að minnsta kosti 10 daga fyrirvara.
Þegar þú skráir þig færðu sendan reikning í heimabanka. Þú greiðir reikninginn og færð sendan hlekk á bóklegan hluta Rescue Diver e-Learning.
Þú þarft að klára bóklegan hluta áður en verklegur hluti hefst.
Forkröfur eru:
- að hafa lokið að minnsta kosti “deep og navigation” köfununum úr Advanced Open Water
- að hafa gild skyndihjálparréttindi (yngri en 2 ára gömul)
Ef þú hefur þau ekki gild skyndihjálparréttindi áttu kost á að taka námskeiðið í vikunni áður en námskeiðið hefst.
Athugið að hámarksfjöldi þátttakanda eru 8 en lágmarksfjöldi 4.
Námskeiðið er ekki kennt ef lágmarks þátttaka næst ekki.
Skráning
Athugið að nemendur sem hafa tekið Open Water og eða Advanced hjá Marbendli köfunarskóla fá 20% afslátt! (Fyrri nemendur hafið samband við Önnu áður en skráning fer fram til að virkja afsláttinn).
Hvar og hvenær er skyndihjálparnámskeiðið?
Skyndihjálparnámskeið verður haldið á miðvikudeginum 26. ágúst fyrir þá sem ætla á Rescue námskeiðið en vantar gild skyndihjálparréttindi. Áætlaður tími 16:30-22:00. Kennari á skyndihjálparnámskeiðinu verður Auður Elva, bráðalæknir.
Hvenær og hvar á að mæta á Rescue námskeið?
Laugardagur – Allur dagurinn
Á laugardagsmorgni 29. ágúst er mæting kl. 8:30 í sundlaug (nánar síðar-væntanlega sundlaugin Laugaskarði Hveragerði). (Áætlaður tími 8:30-12:30 í sundlaug 14:00-17:00 í bóklegt í húsi Sportkafarafélagsins við Nauthólsvík).
Sunnudagur 10:00-15:00
Á sunnudagsmorgni er mæting kl. 10:00 á köfunarstað. Það fer eftir veðri hvert verður farið. (Áætlaður tími 10:00-15:00).
Hvað get ég gert með Rescue réttindi?
- Greint streitueinkenni hjá köfurum fyrir og eftir köfun.
- Veitt fyrstu hjálp í köfunarslysum eða atvikum.
- Greint og brugðist við vandamálum hjá kafara bæði á yfirborði og neðansjávar.
- Skipulagt og framkvæmt björgun á yfirborði og neðansjávar.
- Stýrt björgun og virkjað óreyndari kafara.
- Veitt upplýsingar til lækna og lögreglu.
- Gefið súrefni á köfunarstað.
- Greint og brugðist við skaða vegna sjávarlífvera.
Athugið að best er að skrá sig um 10 dögum fyrir auglýst námskeið. Þannig næst góður tími til að lesa og gera verkefni í PADI e-Learning á netinu.
Innifalið í verði á Rescue námskeiði er:
- Kennslugögn
- Kennsla
- PADI skírteini
- EFR- skyndihjálparskírteini – fyrir þá sem taka námskeið í skyndihjálp samhliða.
Ekki innifalið í verði:
- Leiga á búnaði
- Akstur á köfunarstað
- Nemendur verða að gera ráð fyrir því að þurfa að koma sér sjálfir á köfunarstað