- This event has passed.
PADI Enriched Air – Nitrox Specialty
22/03/2018 - 21/03/2019
Kr.18.500PADI Enriched Air Nitrox Specialty námskeið
Hvernig fer þetta fram?
- Þú skráir þig og velur hvort þú tekur einungis bóklegt eða bóklegt með köfun
- Þú færð sendan aðgang að PADI Enriched Air námsefninu
- Þú horfir á og gerir verkefni á þeim tíma sem þér hentar
- Þegar námsefni er lokið þá sendir þú okkur tölvupóst með mynd af þér (fyrir skírteinið) á marbendill@marbendill.is
- Við hittum þig könnum þekkinguna
- Að lokum sendum við PADI meldingu um að gefa út skírteini
Hvaða réttindi færðu með PADI Enriched Air Nitrox Specialty?
- Þú færð réttindi til að kafa með allt að 40% súrefnisaukið loft á kútnum
- Með framvísun skírteinis getur þú fengið súrefnisaukið loft afgreitt frá öllum köfunarþjónustuaðilum sem selja nitrox
- Þú getur fengið Nitrox pressað á kúta hjá Sportkafarafélag Íslands (gefið að þú sért félagsmaður)
Súrefnisaukið loft dregur úr upptöku niturs og lengir þann köfunartíma sem þú hefur. Það dregur einnig úr líkum á köfunarveiki (gefið að farið sé að reglum um uppstig úr köfun).
Get ég keypt Nitrox námskeið sem gjöf?
- PADI Enriched Air (Nitrox Specialty) námskeiðið er hægt að kaupa sem gjöf
- Þú hefur samband við okkur á marbendill@marbendill.is eða hringir s. 698 6336
- Við könnum hvort kafarinn sé með tilskilin réttindi til að taka þetta námskeið
- Við könnum hvort kafarinn sé með PADI Enriched Air réttindi nú þegar (ef námskeiðið á að koma á óvart)
- Við útbúum gjafakort með leiðbeiningum fyrir viðtakanda um hvernig eigi að virkja námskeiðið
Geta allir kafarar tekið Nitrox námskeið?
Allir kafarar sem eru með PADI Open Water réttindi eða sambærileg réttindi frá öðrum köfunarsamtökum geta tekið námskeiðið. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Nitrox Specialty námskeiðið er frábær gjöf. Kafarinn stjórnar því hvenær hann tekur námskeiðið. Námskeiðið er bóklegt og því fylgja engar kafanir.
Kafarar hafa aðgang að kennara hjá Marbendli köfunarskóla ef upp vakna spurningar.
Hvenær eru skírteini gefin út?
Þegar námsefni og verkefnum er lokið er haft sambandi við okkur. Skírteini eru gefin út samdægurs. Nemendur fá bráðabirgðaskírteini send í tölvupósti. PADI sendir svo hefðbundin skírteini á það heimilisfang sem nemandinn gaf upp við innskráningu.