- This event has passed.
Byrjendanámskeið
18/04/2019 - 20/04/2019
Kr. 109.900Byrjendanámskeið gefur þér PADI Open Water réttindi niður á 18 metra
Skráning hér á næsta námskeið *
*Athugið að greiðsluseðill myndast í heimabanka við skráningu. Hafið samband við okkur áður en skráning fer fram.
Byrjendanámskeið í köfun er bæði skemmtilegt og krefjandi.
Best er að skrá sig með að minnsta kosti 10 daga fyrirvara.
Þú færð sendan hlekk á bóklegan hluta PADI Open Water e-Learning.
Þú klárar bóklegan hluta áður en verklegur hluti hefst.
Hvenær og hvar á að mæta á byrjendanámskeið?
Við byrjum á að taka saman dótið á starfsstöð okkar og þaðan er farið í sundlaug í fyrsta tímann.
Allir tímar byrja á því að taka saman köfunardótið og enda á því að pressa á kúta og ganga frá. Þannig fá nemendur þjálfun í réttri meðhöndlun búnaðar til viðbótar við hefðbundna köfunarkennslu.
Hvað get ég gert með köfunarréttindi?
- Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum
- Þú getur því fengið leigðan köfunarbúnað
- Fengið áfyllingu á köfunarloftkúta
- Samhliða útgáfu skírteinis verður þú hluti af PADIsamfélaginu
- Padi samfélagið er stærsta samfélag kafara í heimi
- Þú getur kafað ákveðið og skipulagt köfun með köfunarfélaga
- Tekið þátt í köfunarferðum með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið)
- Farið í köfunarferðir til útlanda
- Skráð þig á PADI Advanced Open Water framhaldsnámskeið
- Farið á PADI Specialty námskeið
- Skráð þig í PADI ReAcrivate ef hlé er gerð á köfun í langan tíma
Athugið að best er að skrá sig um tíu dögum fyrir auglýst námskeið. Þannig næst góður tími til að lesa og gera verkefni í PADI e-Learning á netinu.
Innifalið í verði á byrjendanámskeiði er:
- Kennslugögn
- Kennsla
- PADI Open Water köfunarskírteini
- Leiga á köfunarbúnaði á kennsludögum
Ekki innifalið í verði:
- Ef nemendur ná ekki að uppfylla lágmarks viðmið og þurfa aukatíma umfram kennslufyrirkomulag PADI er greitt kr. 9.900.- fyrir hvern auka dag (1-2 kafanir)
- PADI þurrgallaskírteini
- Akstur á köfunarstað