Started on 22. maí, 2024

PADI ReActivate er sniðið að köfurum sem hafa ekki kafað í langan tíma en vilja byrja að kafa á ný.

Rifjuð eru upp grundvallaratriði köfunar.

Þú getur fengið leigðan köfunarbúnað að námskeiði loknu.

Fengið áfyllingu á köfunarloftkúta.

Þú getur kafað ákveðið og skipulagt köfun með köfunarfélaga.

Tekið þátt í köfunarferðum með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið).

Farið í köfun erlendis.

Skráð þig á framhaldsnámskeið.

Farið á Padi Specialty námskeið.

Nemandi á PADI ReActive námskeiðinu rifjar upp gamla takta. Hann bætir við sig nýrri þekkingu í köfun.

Við leggjum áherslu á að nemendum líði vel á Reactive námskeiðinu. Við miðum námskeiðið út frá þörfum og getu nemenda.

Nánar um PADI ReActive byrjendanámskeið

Verð námskeiðs er kr. 39.900.-

Greitt er fyrir námskeið við skráningu

Innifalið í verði er:

Kennsla

Ekki innifalið í verði:

Leiga á köfunarbúnaði (15.000)

Akstur á köfunarstað (5.000)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ef nemandi mætir ekki á umsömdum tíma eða lýkkur ekki námskeiði.

Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220

Fyrirkomulag

Hvernig fer þetta fram?

Nemendur greiða námskeiðsgjald en nýta sér eigið námsefni úr fyrra námi.

Nemendur fá aðgang að upprifjunarefni á netinu.

Tvær kafanir innifaldar

Köfun í sjó eða vatni (Ef sundlaug er sleppt eru teknar 2 kafanir í sjó eða vatni. Fyrri köfun er stutt um það bil 20-25 mín).

Forkröfur

Er þetta námskeið fyrir þig?

Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband við okkur.

Vera handhafi PADI Open Water skírteinis. (Eða sambærilegs köfunarskírteinis frá öðrum köfunarsamtökum).

Hafa lært í þurrgalla eða vera með PADI Dry Suit réttindi

Vera 17 ára eða eldri

Í góðu líkamlegu formi

Kunna að synda og líða vel í vatni

Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu eða skila læknisvottorði

Ekki vera barnshafandi

Námsefni

Nemendur nýta eigið námsefni til upprifjunar

Nemendur fá aðgang að efni á netinu

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.

AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.