PADI Night Diving Specialty – Næturköfunarnámskeið
PADI Night Diving skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa eftir sólsetur.
Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum.
Þú getur kafað, ákveðið og skipulagt köfun að kvöldi til eftir sólsetur.
Kafað næturköfun á ferðalögum í útlöndum með viðurkenndum köfunarþjónustu aðilum.
Þú kynnist nýrri hlið á lífríki sjávar.
Sérð fiska sofa með opin augu.
Skoðað lífverur sem einkum eru á ferðinni að nóttu til.
Tekið þátt í næturköfun með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið).
Nemendur á næturköfunarnámskeiðinu upplifa lífríki sjávar í myrkrinu.
Það er sérstakt að upplifa undirdjúpin í myrkrinu. Sjá fiskana sofa með opin augu. Heyra andardráttinn í sjálfum sér.
Nánar um næturköfunarnámskeiðið
Verð námskeiðs er kr. 79.900.-
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Athugið! Nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að einu aðal neðansjávarljósi og einu vara neðansjávarljósi. (Geta leigt hjá okkur)
Innifalið í verði er:
Kennslugögn.
Kennsla.
PADI skírteini.
Ekki innifalið í verði:
Akstur á köfunarstað. (5.000)
ATH!
Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.
Fyrirkomulag
Hvernig fer þetta fram?
Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn PADI Night Diver Specialty.
Fjöldi kafanna: 3
Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði eru: 4
Allar kafanir eru teknar eftir sólsetur.
Af augljósum ástæðum er ekki hægt að taka Night Diver Specialty yfir hásumarið hér á landi.
Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220
Forkröfur
Er þetta námskeið fyrir þig?
Ef þú ert í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms hafðu þá samband.
Nemendur verða að hafa lokið að skylduköfunum úr PADI Advanced Open Water námskeiðinu.
Auk þess:
Vera 17 ára eða eldri.
Ekki vera myrkfælnir.
Vera í góðu líkamlegu formi.
Kunna að synda og líða vel í vatni.
Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði.
Ekki vera barnshafandi.
Námsefni
Allt námsefni PADI er á ensku á netinu