Started on 3. desember, 2024

Hvað get ég gert með PADI Advanced Open Water réttindi?

PADI Advanced Open Water skírteini gefur þér réttindi til þess að kafa á 30 metra dýpi.

Réttindin eru samþykkt af öllum viðurkenndum köfunarmiðstöðvum í heiminum

Þú getur því fengið leigðan köfunarbúnað

Fengið áfyllingu á köfunarloftkúta

PADI samfélagið er stærsta samfélag kafara í heimi

Þú getur kafað ákveðið og skipulagt köfun með köfunarfélaga

Tekið þátt í köfunarferðum með Sportkafarafélagi Íslands (að því gefnu að þú gangir í félagið)

Farið í köfunarferðir erlendis

Skráð þig á PADI Rescue námskeið

Tekið PADI Specialty námskeið

Skráð þig í PADI ReActivate ef langt er síðan þú kafaðir síðast

Peak Performance- fullkomin flotjöfnun. Kafari hangir ofan við sjávarbotninn.

Nemandi á PADI-Advanced Open Water námskeiði æfir flotjafnvægi.

Haldið er áfram með æfingu á tæknilegum atriðum.

Rétt öndun og “frog-kick” æft.

Verð námskeiðs er kr. 99.900.-

Greitt er fyrir námskeið við skráningu.

Nemendur sem hafa tekið PADI Open Water byrjendanámskeið hjá Marbendli köfunarskóla fá 10% afslátt.

Innifalið í verði Advanced Open Water:

  • Kennslugögn á netinu
  • Kennsla
  • PADI skírteini
  • Ekki innifalið í verði:
  • Leiga á köfunarbúnaði (15.000)
  • Akstur á köfunarstað (5.000)

ATH!

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt ákveði nemandi að ljúka ekki námskeiði.

Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220

Fyrirkomulag

Hámarks fjöldi Advanced Open Water nemenda eru 4 á hverju námskeiði.

Nemendur greiða námskeiðsgjald og fá afhent kennslugögn:

PADI Advanced Open Water bækur eða lykilorð á PADI e-Learning

Nemendur læra að hugsa eins og reyndari kafarar.

Þeir læra að sjá fyrir vandamál og læra að takast á við þau

Þægindaramminn er stækkaður

Tekist er á við nýjar áskoranir

PADI Advanced Open Water er skemmtilegt og fræðandi námskeið

Nemendur auka sjálfstraust sitt til köfunar á þessu námskeiði

Advanced Open Water, dagur 1: (6-8 tímar)

Undirbúningur köfunar

Köfunarplan 1

Köfun 1 – áhersla að flotjöfnun

Mat á árangri

Köfunarplan 2

Köfun 2 – áhersla á áttavita og rötun

Mat á árangri

Frágangur

Loft pressað á kúta

Advanced Open Water, dagur 2: (6-8 tímar)

Undirbúningur köfunar

Köfunarplan 3

Köfun 3 – djúpköfun niður fyrir 25 metra en að hámarki 30 metra

Mat á árangri

Köfunarplan 4

Köfun 4 – val nemenda í samráði við kennara

Mat á árangri

Frágangur

Loft pressað á kúta

Advanced Open Water, dagur 3: (6-8 tímar)

Köfunarplan 5

Köfun 5 – val nemenda í samráði við kennara

Mat á árangri

Frágangur

Loft pressað á kúta

Mögulegt er að skipt sé á köfunum 3 og 5 ef mat kennara er að það henti nemendum betur.

Er Advanced Open Water fyrir þig?

Ert þú í einhverjum vafa hvort þú uppfyllir skilyrði til köfunarnáms? Hafðu þá samband við okkur áður en þú greiðir fyrir námskeið.

Vera með PADI Open Water skírteini eða sambærilegt skírteini frá viðurkenndum köfunarsamtöku

Námskeiðið er fyrir 17 ára eða eldri

Vera í góðu líkamlegu formi

Kunna að synda og líða vel í vatni

Fylla út PADI heilsufarsyfirlýsingu við skráningu eða skila læknisvottorði

Ekki vera barnshafandi

Námsefni Advanced Open Water námskeiðs.

Allt bóklegt námsefni PADI er á ensku

Á þessu námskeiði fá nemendur aðganga að PADI e-Learning

Þú tekur bóklega hlutann á netinu

Þú stjórnar sjálf/ur hraða námsins

What's your reaction?
1Cool0Bad0Lol0Sad
AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.

AncoraThemes © 2024. All Rights Reserved.