Þarf ég einkatíma? Þarf ég að læra eitthvað annað en köfun?
Margir velja að æfa betur ákveðna hæfni í köfuninni. Einkatímar henta vel til þess.
Einkatímar henta einnig vel fyrir byrjendur sem treysta sér ekki til að læra í hóp með öðrum.
Önnur námskeið sem nýtast vel eru fyrstuhjálpar- og skyndihjálparnámskeið. Þau eru alltaf kennd samhliða Rescue námskeiðinu.
Kafarar undirbúa köfun.
Einkatímar
Einkatímar í sundlaug geta nýst vel til að æfa tæknilega útfærslu á hæfni. Einkatímar í sjó eða vatni auka á færni.
Einkatímar geta aukið sjálfstraust í köfun og bætt hæfni kafarans. Færir kafarar geta til dæmis bætt flotjafnvægi eða lært “frog-kick” afturábak með einum einkatíma.
Verð einkatíma í sundlaug er kr. 19.900.-
Verð einkatíma í sjó er 29.900-
Greitt er fyrir námskeið við skráningu.
Innifalið í verði er:
Einkakennsla í laug eða í köfun.
Lán á baujum, áttavitum eða öðrum smámunum ef með þarf.
Ekki innifalið í verði:
Leiga á búnaði. (15.000)
Akstur á köfunarstað (5.000)
ATH! Tíminn er ekki endurgreiddur ákveði nemandi að mæta ekki á umsömdum tíma.
Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220
Fyrstahjálp og skyndihjálp
Fyrstahjálp og skyndihjálp eru frábær námskeið fyrir kafara.
Fyrstahjálp- og skyndihjálp eru tvö námskeið sem kennd eru saman. Námskeiðin eru kennd í vikunni fyrir auglýst Rescue námskeið eða eftir óskum. Góð kunnátta í fyrstuhjálp og skyndihjálp getur komið sér vel ef svo ólíklega vill til að kafari þurfi aðstoð.
Verð námskeiðs er kr. 29.900.-
Innifalið í verði er bókleg kennsla á netinu og svo verkleg kennsla 1-2 klst
Námskeiðið er kennt eftir kerfi Emergency First Responce.
Nemendur sem hafa tekið annað námskeið hjá Marbendli köfunarskóla fá 20% afslátt af námskeiðinu.
Nemendur sem hafa tekið tvö eða fleiri námskeið hjá Marbendli köfunarskóla fá 50% afslátt
ATH! Tíminn er ekki endurgreiddur ákveði nemandi að mæta ekki á umsömdum tíma.
Til að skrá sig á þetta námskeið eða fá meiri upplýsingar sendir þú póst á marbendill@marbendill.is
Einnig hægt að fá meiri upplýsingar í síma 8597220