Rétt þjálfun skiptir máli ef kafarinn verður loftlaus í kafi. Öll viðbrögð sem forða slysi eru rétt viðbrögð. 

Mjög ólíklegt er að kafari sem fylgist vel með loftmælinum sínum verði loftlaus.

Það er þó möguleiki að búnaðurinn bili opinn og fríflæði. Fríflæði er ekki hættulegt í sjálfu sér nema að lítið loft sé eftir á kútnum, kafarinn sé á miklu dýpi eða langt frá félaga sínum.

Félagaköfun miðar að því að geta tekist á við loftleysi og önnur óvænt atvik. Kafir þú eftir reglum er ólíklegt  að þau komi upp. Kafari ætti aldrei að vera lengra frá félaga sínum en að hann geti synt til hans loftlaus. 

Hvernig er hægt að fyrirbyggja óhöpp og slys vegna loftleysis?

Plana köfunina og kafa planið.

  • Ekki eru miklar líkur á því að kafari verði loftlaus ef hann planar þá vegalengd sem á að fara miðað við loftnotkun
  • Reglan um að nota 1/3 lofts á leið út, 1/3 lofts á leið heim og 1/3 lofts til vara, er góð regla

Fyrir köfun:

  • Ræða um hvernig við ætlum að bregðast við óvæntum aðstæðum. Þar með talið loftleysi
  • Vera aldrei lengra frá félaganum í kafi en sem nemur 10 sekúndna sundi
  •  

Ef kafarinn verður loftlaus þrátt fyrir gott köfunarplan er hægt að:

  • loft hjá félaganum úr varalunga (eða aðallunga ef uppsetning á köfunarbúnaði er þannig)
  • Fara upp á yfirborð í hefðbundnu uppstigi 18 metra á mínútu með varalunga frá félaganum
  • Fara upp á yfirborð í CESA (controled emergency swimming acent) ef með þarf
    • MUNA að gefa frá sér Ahh hljóð á leiðinni upp því hærri tónn því auðveldara

Það er líka hægt að deila aðallunga fyrir þá sem hafa æft það. 

  • Fá loft hjá félaganum úr hans aðallunga
  • Þú tekur tvo andardrætti og hann tvo, til skiptis
  • Muna að anda frá sér á leið upp á yfirborð
  • Hefðbundið uppstig 18 metrar á mínútu

Þessi aðferð getur átt við ef í ljós kemur í kafi að varalungað er bilað. Aðferðin er erfið og oft ekki á færi nema vel þjálfaðar og samstíga kafara.

Varalungað ætti ekki að vera bilað því  “buddy check” miðar að því að skoða búnaðinn fyrir köfun.  Hætta á við köfun sé búnaður ekki í lagi – alltaf!

Fara upp á yfirborð í “CESA” (Controlled Emergency Swimming Ascent).

  • Nauðsynlegt er að gefa frá sé hljóð á leiðinni upp. (Ahhhhh……….eins og óperusöngvari).
  • Ef haldið er í sér andanum myndast lungnaþan og rof á lungnablöðrum. Það getur valdið varanlegum skemmdum.
  • Þegar farið er upp í “CESA” þá er best að hafa lungað upp í sér. Möguleiki er á að það sé enn einn “sopi” af lofti á kútnum þegar ofar er komið.
  • Þegar farið er upp í “CESA” þarf að blása með munninum í vestið á yfirborðinu til þess að ná flotjafnvægi.
  • Mögulegt er að það þurfi að losa sig við blý á leið upp eða þegar upp er komið.
  • Ef farið er upp á þennan hátt er mikilvægt að fylgjast með einkennum köfunarveiki. Hafa á samband við bráðamóttöku í síma 112 ef bera fer á einkennum.

Farið er í viðbrögð við loftleysi í PADI Open Water byrjendanámskeiðinu.

What's your reaction?
0Cool0Bad0Lol0Sad